Er að selja tvö hljóðfæri. Annarsvegar rafmagnsgítar og hinsvegar bassa.

Ég er með Godin Artisan ST til sölu. Gítarinn er sirka tíu ára gamall og vel með farinn. Hálsinn er úr Birdseye maple við og fretborðið er úr ebony. Held að bodyið sé líka maple og með birdseye maple top. Mjög góður gítar, kostaði nýr 130 þús krónur og fer á sanngjörnu verði.

Myndir má nálgast á www.hi.is/~hee1/gitar/

Og svo bassinn:

Er að selja Washburn RB-2002 bassann minn. Þetta er nýlegt og vel með farið hljóðfæri. Bassinn er með einum humbuck og einum J-style pickup. Bassinn er “string through”, þ.e. setur strengina í aftan frá. Hann er með Buzz Feiten Tuning systemið og er hammerhead design(gefur meira sustain). Í honum eru spánýjir Elexir strengir, búið að spila einu sinni á þá. Með bassanum fylgir hardcase frá washburn sem þolir allt.

Hægt er að nálgast myndir af hljóðfærinu á http://www.hi.is/~hee1/

Svo ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi þá er hægt að senda mér póst á helgi.eirikur@gmail.com