Er að selja svartan LTD EXP-200 með EMG-81/EMG-85 active pikkupum. Fyrir þá sem ekki vita á ESP það fyrirtæki. Þennan gítar keypti ég fyrir rúmu ári af gaur sem ég talaði við á ESP ‘foruminu’. Þó ég segi sjálfur frá er þetta besti gítar sem ég hef spilað á, rosa mjúkt að spila á hann. Hann lítur líka mjög vel út, sér varla á honum.

Telecasterinn er standard og keypti ég hann síðasta vetur. Hann er Arctic White og er eins og nýr.

Síðan er það spiderinn. þetta er Spider II og er þetta 75w 1x12 týpan. Keypti hann síðasta vor og hann er líka lítið notaður.

Ástæðan fyrir þessari sölu er að fyrir svona ári byrjaði ég að spila á píanó og hef bara misst áhugan á gítar. Þessir gítarar og magnarinn hafa varla verið notaðir í allan vetur og þetta er allt í toppstandi. ef þið hafið áhuga þá endilega gerið mér tilboð í gegnum huga eða í síma 8685160.

ég vill fá svona 60þ. fyrir Explorerinn þar sem hann er hættur í framleiðslu og er sjaldgjæfur, allavega eru ekki miklar líkur á því að ná sér í svona gott eintak og líka engin áhætta þar sem þið getið komið og skoðað hann og svona.

vil fá 30þ. fyrir telecasterinn. einfaldlega út af því að þetta er gott eintak og hann er eins og nýr.

fyrir magnarann væri ég ánægður að fá svona 30þ. hann er eins og nýr.