Ég á Fender Jazz Bass (Classic 60's módel frá Mexíkó) sem er mjög fínn fyrir utan óþolandi suð. Þetta suð kemur bara ef svokallað “master tone” (takkinn næst inputtinu á Jazz Bass) er hækkað, ef það er á núlli er ekkert suð. Hvað er þetta og hvað get ég gert í þessu?

Ég hef opnað hann og tékkað á vírunum og það virðist allt vera rétt samkvæmt upplýsingum frá Fender. Jazz Bass hefur tvo “single-coil” pickuppa sem eru þekktir fyrir að valda suði en það á að hverfa ef báðir pickupparnir eru jafnhátt stilltir (volume) en suðið hjá mér hefur ekkert að gera með volumið á pickuppunum heldur bara þessu tone control. Gæti þetta verið vandamál með jörð? Kannski er eina leiðin að kaupa nýja pickuppa, svona “noiseless” pickuppa?

Endilega komið með ykkar hugmyndir um hvað þetta gæti verið…