Þessi þráður á kannski ekkert heima hér en mér fannst hann passa best hérna.

Allavega, þá var ég að horfa á Queen: Live at Wembley í gær og tók eftir því að trommarinn, Roger Taylor, söng bakraddir ásamt Brian og ég fór að hugsa.

Er ekkert erfitt að syngja bakraddir þegar maður er á trommum? Fer það kannski eftir hvaða tónlist maður spilar hvort það er hægt eða ekki? Og vitiði um fleiri trommara sem gera þetta?

Og ég ætla að taka það fram að ég er bassaleikari. :)
Non fui, fui, non sum, non curo.