Þegar ég segi “rifið” þá meina ég einfaldlega bjagað, “distorted”, kýs að nota íslensk orð þegar ég tala um svona hluti frekar en að sletta.
Ef þú notar distortion effekt með lampamagnara ertu að fara á mis við þetta fallega bjagaða hljóð sem kemur úr græjunni, á meðan ef þú ert með overdrive, þá ertu að nýta bjögunina sem magnarinn framkallar, en bara að auka hana.
Þessvegna myndi ég frekar (og geri svo sjaldan sem þörf krefur) setja overdrive en distortion fyrir framan mína lampamagnara.