Jæja þar sem gamla settið er að fara til Danmerkur var ég að spá í að láta þau koma með bassa heim en þá fór ég að spá hvort einhver hugari hafi keypt sér hljóðfæri í útlöndum og komið með heim….

Aðallega var ég að spá í að ef maður labbar með bassan í gegnum “græna hliðið”(tollfría hliðið) og það vill svo illa til að mennirnir stoppa mann þarf maður þá að borga sekt eða er maður bara sendur í “rauða hliðið”(tollskyldar vörur) og borga virðisaukan???

Einnig hvort einhver væri með einhverjar hugmyndir hvernig er hægt að reyna að losna við að borga virðisaukan hérna á íslandi??