Er með ljómandi góðan Fender gítarmagnara sem hefur þjónað mér með ágætum. Skyndilega fór hann samt að sýna af sér urg og svona sambandsleysishljóð. Er búinn að fara yfir snúrur og effekta og einangra þetta við magnarann. Sömuleiðis held ég að hátalarinn sé í fínu standi(reyndar bara tilfinning út frá því hvað lítið hefur verið blastað og hvað magnarinn,hátalarinn, er öflugur) Einhverjar hugmyndir um hvað er í gangi og hvert er best að snúa sér til að fá úrbætur.