Dómur féll í gær eða fyrradag í kærumáli Gibson gegn Paul Reed Smith útaf PRS Singlecut gítarnum, sem Gibson mönnum fannst of líkur sínum Les Paul gítar. Dómurinn hefur úrskurðað að svo sé ekki og er Singlecut að ég held nú þegar kominn í framleiðslu aftur.
Nú er bara að vona að Gibson láti sér þetta að kenningu verða og fari aftur að reyna að halda sínum sess á markaðnum með því að vanda til verks við framleiðslu á vörunni frekar en að senda lögfræðingana sína á keppinautana.