Ég pantaði mér Pearl Forum sett á þriðjudaginn í Tónabúðinni á Akureyri í síðustu viku (þurfti að panta það frá Rvk) og hélt að það kæmi svona fyrir helgi ,en neinei. Það kom ekki fyrr en í dag. Kom í ljós að það fór óvart til austurlands og einhver gaur þar búinn að taka upp settið og spila eitthvað á það :@. Ég fékk að vísu að velja hvort ég fengi 3pack skinna pakka eða 10% afslátt af settinu (6.000) (Valdi 10% afsláttinn). En svo til að slá botninn í tunnuna þá þegar ég var að setja settið saman heima þá kom í ljós að Floor tom tom-an var ekki með festingum fyrir floor tom fætur né fylgdu fæturnir með, Þess í stað var hún með svona gati eins og hinar tom tom og þannig festingu niðrí bassatrommuna (eiga að vera 2 venjulegar tom tom og 1 floor tom).
Núna er ég alveg orðinn brjálaður út í þessa lélegu þjónustu, þeir sögðu að þetta hefðu verið þeirra mistök með að það hafi farið til austurlands.
Ég tók samt ekki eftir þessu með “Floor” tom-una fyrr en það var búið að loka í búðinni og það opnar held ég ekki aftur þar fyrr en á mánudaginn (enn eitt dæmi um lélega þjónustu) og ef þeir redda þessu ekki almenninlega verð ég alveg brjálaður!
Ég meina hvað væri fleira væri hægt að fara úrskeðis?