Nú er ég að fara að skipta um pickup (á gítar með pickguard, H S S). Vírarnir úr upprunalega pickupnum eru tveir: ein er lóðaður í fyrir neðan volume takkann (silfurlitaður vír) en hinn er lóðaður við 5-way switchinn (grár vír). Síðan liggur vír úr 5-way switch yfir í hot output. En pickupinn sem ég er að fara að setja í (seymour duncan JB) er með fimm vírum: hvítum, silfurlituðum, rauðum, grænum og svörtum. Hvar á hvaða vír að fara? (Það er erfitt að nota leiðbeiningarnar af því að þær sýna hvernig á að tengja pickup í Les Paul sem er allt öðruvísi)