Þannig er nú komið fyrir bandinu mínu að okkur vantar bassaleikara.

Ég tók eftir því að 3% þeirra sem svöruðu könnuninni eru kvenkyns og spila á bassa… og hvað… í kringum 90% eru karlkyns! Allt of fáar stelpur.

En pælingin er þessi. Fyrst að bassi er það hljóðfæri sem næstflestar stelpur spila á (samkvæmt nýlegri könnun netmiðilsins huga.is)… er þá ekki einhver stelpa þarna úti sem vantar hljómsveit?

Fyrir er í hljómsveitinni ein stelpa, þannig að ef einhver er hrædd við að það verði eitthvað mál með að vera eina stelpan í bandinu, þá er það ekki möguleiki!

Tónlistarstefna bandsins er nokkuð óljós þessa stundina, en við höllumst í áttina að skrítinni rokktónlist.

Voða artí, allt saman.

Áhugasamar mega endilega svara þessum korki, eða senda mér skilaboð hér á huga, til að fá frekari upplýsingar, eins og varðandi aðstöðu, aldur, kröfur og svo framvegis.