Góðan daginn.

Þannig er mál með vexti að okkur í hljómsveitinni sem ég er í vantar bassaleikara (á aldrinum ca. 14-17)

Hljómsveitin er svona rétt í startholunum þessa dagana þar sem trommarinn býr út á landi og flytur í bæinn núna í sumar.
Við ákváðum fyrir löngu að okkur langaði að stofna deathmetal band (já, það er semsagt það sem við spilum) og erum búnir að vera að spila saman bara ég og hann í nokkuð langan tíma.
En að sjálfsögðu gengur lítið að hafa bara gítar og trommur, og þar af leiðandi erum við núna farnir að auglýsa eftir meðlimum þar sem nú getum við farið að stunda þetta af meiri krafti.

Við erum nú þegar komnir með Rythm gítarleikara og hugsanlega söngvara.

Ég spila semsagt Lead Guitar og þið getið haft samband við mig með því að adda mér á msn eða senda mér tölvupóst. Emillinn er jeg_er_numer_eitt@hotmail.com

Þið getið líka spjallað við trommarann > maggi_snjokall@hotmail.com

Við vorum að ljúka við samræmdu prófin, sem þýðir að við erum báðir ‘89 módel. Rythm Gítarleikarinn er ’88.
Við erum allir þrír staddir í Kópavoginum og höfum æfingaaðstöðu og allt til alls.

Bassaleikarinn þarf að vera nokkuð fær á bassann helst, og geta spilað hratt, enda erum við að tala um deathmetal sem er jú hröð tónlist. Einnig virkar þetta náttúrulega ekki nema hann eigi sæmilegar græjur og þannig lagað.