Led Zeppelin var stofnuð árið 1968 úr rústum hljómsveitarinnar Yardbirds. Þeir félagar hétu Jimmy Page (gítar), John Paul Jones (bassi), Robert Plant (söngur) og John Bonham (trommur). Í fyrstu kölluðu þeir sig “The New Yardbirds”, fyrstu tónleikar þeirra voru árið 1968 og voru haldnir í Kaupmannahöfn, stuttu seinna breyttu þeir svo nafninu í Led Zeppelin. Og ekki leið á löngu þar til þeir tóku upp sína fyrstu plötu, en það tók aðeins 30 tíma, sú plata hét einfaldlega“Led Zeppelin”. Fyrir lok ársins höfðu þeir skrifað undir samning hjá Atlantic Records. Þeir fóru svo á sinn fyrsta Ameríkutúr í byrjun 1969. Platan þeirra var svo gefin út í mars 1969 í USA og náði 10.sæti og svo seinna kemur hún út í Bretlandi og náði þar 6.sæti. Þeir tóku svo upp sína seinni plötu, “Led Zeppelin II”, á meðan þeir voru á tónleikaferðalagi í USA og Evrópu. Sú plata fór á toppinn bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nafn þriðju plötunnar kom ekki á óvart en hún hét einfaldlega “Led Zeppelin III”, hún kom út í október 1970. Einmitt það sama ár komu Led Zeppelin hingað til lands og héldu tónleika (Sem hún móðir mín fór á;)!). Næsta plata þeirra, “Led Zeppelin IV”, innihélt lög eins og “Black Dog” og þeirra frægasta lag “Stairway To Heaven”. Þess vegna kom nú ekki á óvart að þetta varð söluhæsta platan þeirra, hún hefur selst í yfir 20 milljónum eintaka. Liðsmenn hljómsveitarinnar byrjuðu svo að spila á færri tónleikum en hins vegar stærri en drógu sig svo í hlé til að taka upp sína fimmtu plötu, hún kom út vorið 1973 og hét hún “Houses Of The Holy”. Sú plata gaf ekkert eftir vinsældum hljómsveitarinnar og fór beint í fyrsta sætið víða um heiminn. Þeir fóru svo á Ameríkutúr 1973 og voru tónleikar þeirra í Madison Square Garden í júlí 1973 myndaðir og eru í kvikmyndinni “The Song Remains The Same” sem kom út árið 1976. 1974 gáfu þeir ekki frá sér neitt nýtt efni og spiluðu ekki á neinum tónleikum. En hins vegar stofnuðu þeir sitt eigið plötufyrirtæki sem fékk heitið “Swan Song” og gáfu þeir út allar sínar plötur eftir það frá því fyrirtæki. Og sú fyrsta kom út árið 1975 og bar hún heitið “Physical Graffiti” og var tvöföld. Sú plata sló í gegn og túr var planaður seinna um sumarið sama ár en var frestað þegar Robert Plant og eiginkona hans lentu í bílslysi þegar þau voru á Grikklandi. Svo kom út ný plata árið 1976, “Presence”, það kom ekki á óvart að hún fór beint á toppinn í Bandaríkjunum og Bretlandi. En hins vegar fékk hún ekki alltof góða dóma frá gagnrýnendum almennt. Svo fór hljómsveitin á túr til Bandaríkjanna árið 1977 en var svo síðar aflýst vegna þess að 6 ára sonur Robert Plant hafði látist úr magasýkingu. Upptökur á næstu plötu hófust svo haustið 1978. Um sumarið 1979 fóru þeir svo á túr um Evrópu. Platan “In Through The Out Door” kom svo út seinna það ár og fór vitaskuld beint á toppinn. Árið 1980 fóru þeir svo á sinn síðasta Evróputúr. Svo þann 25.september fannst trommarinn John Bonham látinn á heimili Robert Plant, hann hafði drepist áfengisdauða og kafnað í eigin ælu. Eftirlifandi liðsmönnum fannst hljómsveitin ekki sú sama án John Bonham og hættu þess vegna samstarfi í desember það sama ár. Eftir samstarfsslitin fóru allir meðlimirnir að vinna að sínu eigin efni. John Paul Jones gaf út sína fyrstu plötu “Zooma” árið 1999. Jimmy Page gaf út óútgefin Led Zeppelin lög á plötunni “Coda” sem kom út árið 1982. Jimmy Page og Robert Plant störfuðu síðan saman og gáfu út nokkrar plötur.

Plötur með Led Zeppelin.

Led Zeppelin.
Led Zeppelin II.
Led Zeppelin III.
Led Zeppelin IV.
Houses of the holy.
Physical graffiti.
Presence.
The song remains same.
In through the out door.
Coda.

Safndiskar:

Box set / Remasters.
Remasters.
Profiled.
Box set II.
Complete Studio Recordings.
BBC session.
EARLY DAYS … \“best of\” - vol. I.
Latter DAYS … \“best of\” - vol. II.

Robert Plant.

John Bonham.

Jimmy Page.

John Paul Jones.
Gröf John Henry Bonham
http://www.led-zeppelin.org/

Jimmy Page


Jimmy Page heitir fullu nafni James Patrick Page, hann fæddist 9.janúar árið 1944 í Heston, Middlesex.
Móðir hans var ritari á læknastofu og faðir hans var yfirmaður iðnaðar starfsmanna. Jimmy eyddi fyrstu árunum sínum á sveitabýli frænda síns sem var í Northamptionshire, en svo flutti fjölskylda hans til Epsom, Surrey þegar hann var 8 ára gamall. Æska hans var frekar dæmigerð, en þegar hann var 12 ára, breyttist líf hans að eilífu þegar hann heyrði “Baby, Let's Play House” með Elvis Presley.
Hann fékk sér spænskan gítar og fór í nokkra gítartíma og skellti sér í gítartíma, eftir nokkra gítartíma var hann orðinn alveg eldklár enda mikill áhugi fyrir hendi. Foreldrar hans kvöttu hann áfram í tónlistinni. Þegar hann var 15 ára gamall, gekk hann í hljómsveitina Neil Christian and the Crusaders eftir að Neil sá hann spila í danshöll í Epsom. Hann fór á tónleikaferðalag í tvö ár þangað til að hann fékk háan hita og það neyddi hann til að hætta. Svo fékk hann inngöngu í listaskóla í Sutton, Surrey. Þar var hann í 18 mánuði, en hann var ennþá á fullu inn í tónlistinni og hann og félagar hans hittust einmitt oft og spiluðu saman. Jimmy stoppaði stutt við í mörgum hljómsveitum, til dæmis The Cyril Davies All Stars, Carter Lewis and the Southerners og The Mickey Finn og bráðlega varð Jimmy Page mjög eftirsóttur í London, hann lék fyrir tónlistarmenn eins og Burt Bacharach, PJ Proby, The Who, The Kinks, Herman's Hermits, Donovan, Brenda Lee og Lulu.
Árið 1965 var haft sambandið við hann og beðið hann um að koma í hljómsveitina The Yeardbirds, en í staðinn mælti Jimmy með Jeff Beck. Seinna það sama ár tók Jimmy upp sitt eigið lag, “She Just Satisfies”, og með “Keep Moving” á B-hliðinni. Jimmy Page vann einnig með ekki ómerkari mönnum en Eric Clapton á þessum tíma, hjálpaði honum að taka upp fullt af lögum. En Jimmy varð þreyttur á þessari setuvinnu þannig að hann gekk í hljómsveitina The Yardbirds, í þetta skipti sem bassa og gítarleikarinn, eftir að fyrrverandi bassaleikarinn Paul Samwell-Smith hætti í hljómsveitinni. Jimmy fór svo að spila á gítarinn ásamt Jeff Beck sem spilaði einnig á gítar í hljómsveitinni, Chris Dreja fór svo að spila á bassann. Þessi spenna varði stutt af því að í lok ársins 1966 gat hljómsveitin ekki unnið lengur með Jeff Beck og ráku þeir hann þess vegna úr hljómsveitinni. Aðeins seinna fengu þeir umboðsmann, Peter Grant. Ánægjudagar The Yardbirds voru löngu horfnir og í byrjun ársins 1968 ákváðu þeir að hætta. Þar sem að það var búið að bóka hljómsveitina á nokkra staði þurfti Jimmy snögglega að setja saman nýja hljómsveit. Jimmy datt Terry Reid fyrst í hug sem söngvari hljómsveitarinnar en Terry var á samningi og gat þess vegna ekki farið í aðra hljómsveit. En Terry stakk uppá Robert Plant, sem var í hljómsveit sem bar heitið Hobbstweedle. Í ágúst árið 1968, fóru Jimmy Page og Peter Grant til að sjá Robert koma fram í kennaraháskóla. Jimmy bauð Robert heim til sín í húsið sitt í Pangbourne til að ræða hugmyndir um að stofna nýja hljómsveit. Þrátt fyrir að Jimmy hafði ákveðnar tillögur um trommara fyrir hljómsveitina var Robert harðákveðinn í að hann vildi fá John Bonham fyrir trommara í hljómsveitinni og gekk það eftir. John Paul Jones hafði samband við Jimmy um að fá að vera bassaleikarinn. Eftir 3 vikur af stanslausum æfingum fór hljómsveitin til Skandinavíu til að leika á helling af tónleikum. Svo breyttist mánuði síðar nafnið The Yardbirds í Led Zeppelin.
Led Zeppelin urðu mjög frægir og áttu hvern annan smellinn á fætur öðrum. Eitt frægasta lagið með þeim er “Stairway To Heaven”. En hljómsveitin gaf upp laupana í desember árið 1980 eftir að trommarinn, John Henry Bonham, hafði látist í september það sama ár.
Nokkra mánuði eftir lát John Bonham snerti Jimmy ekki gítarinn. Fyrsta endurkoma hans á svið var 10.mars árið 1981 þegar hann spilaði með Jeff Beck. Hann eyddi næstu mánuðum heima hjá sér í stúdíói þar sem að hann var að undirbúa 10 geisladisk Led Zeppelin, sá fékk heitið “Coda” og sá kom út 19.nóvember 1982. Einnig samdi hann titillagið fyrir kvikmyndina Death Wish II. Ekki mikið seinna lék hann með Robert Plant og Eric Clapton á tónleikum. Svo lék hann á góðgerðartónleikum árið 1983 og varð það til þess að hann fór á stuttan túr þar sem hann lék á 10 tónleikum.
Árið 1984, kom Jimmy fram á tónleikum ýmissa hljómsveita sem gestur. Snemma það sama ár, stofnaði Jimmy hljómsveit með söngvaranum Paul Rodgers og sem hafði að lokum Tony Franklin á bassanum og Chris Slade. Hljómsveitin æfði sig undir nafninu The McGregors, en byrjaði að túra um Evrópu 29.nóvember 1984 og bar þá heitið The Firm. The Firm gaf út tvær plötur, The Firm og Mean Business, á næstu tveimur árum og fór á tónleikaferðalög um Bandaríkin og England. Á þessum tíma, hittust þeir félagar, Jimmy Page, Robert Plant og John Paul Jones og spiluðu saman nokkrum sinnum.
Í janúar 1986 voru þeir þrír að æfa saman og komst á kreik orðrómur um að Led Zeppelin myndi byrja aftur, en þó féllu þær sögusagnir niður.
Árið 1988, spiluðu þeir þrír saman í Hammersmith Odeon 17.apríl, og þeir spiluðu gamla Led Zeppelin smelli. Og einnig aftur þegar Atlantic Records varð 40.ára, var það haldið í Madison Square Garden 14.maí. Í kjölfar þessa fór Jimmy að vinna að annarri hljómsveit, með John Miles sem söngvara, Jason Bonham á trommum og Durban Laverde á bassa. Outrider nefnist platan sem þeir gáfu út og fóru þeir á tónleikaferðalag um England og Bandaríkin seint á árinu 1988.
Árið 1989 spiluðu Robert Plant, John Paul og Jimmy Page smana í 21.árs afmæli Carmen, dóttur Roberts og aftur þegar Jason Bonham gifti sig árið 1990. Það sama ár spilaði Jimmy Page með Bon Jovi á góðgerðartónleikum. Seinna sama ár spiluðu hann og Robert saman á verðlaunahátíð og tóku lögin “Wearing And Tearing”, “Misty Mountain Hop” og “Rock And Roll”. Jimmy spilaði svo með Aerosmith tvisvar sinnum í ágúst árið 1990. Jimmy setti svo saman fjögurra diska safn með Led Zeppelin lögum ásamt Remasters sem eru tveir diskar, var þetta gefið út í október 1990.
Var hann Jimmy svo tekinn inn í The Rock And Roll Hall Of Fame ásamt The Yardbirds 10.janúar 1992. Árið 1993 tók Jimmy upp albúm með David Coverdale. Seinna það ár gaf Jimmy svo út 34 lög sem voru ekki á Remasters.
Í ágúst 1994 var hafin myndataka fyrir þátt á MTV. Nýjar útgáfur af gömlum Led Zeppelin lögum komu fram ásamt nýlegum lögum. Og út frá því kom út albúm. Þátturinn kom út 14.október 1994.
Svo árið 1996 var Led Zeppelin tekin inn í The Rock And Roll Hall Of Fame. Jimmy rokkaði með Robert Plant, John Paul, Jason Bonham, Steven Tyler og Joe Perry úr Aerosmith, Neil Young, Charlie Jones og Michael Lee.
21.apríl 1998 var Walking Into Clarksdale gefin út en það var fyrsta albúm Jimmy Page og Robert Plant sem var gefin út í 20 ár. Þeir fóru á tónleikaferðlag 1998.
Svo seinna lék Jimmy undir hjá Puff Daddy í lagi sem heitir Come With Me, endurgerð tónlist úr laginu Kashmir, þetta var titillag myndarinnar Godzilla.
Jimmy og Robert tóku svo upp annað lag saman sem fékk heitið “There's A Hole In My Pocket” sem kom út um vorið 2000.

John Henry Bonham

John Henry Bonham fæddist 31.maí 1948 í Redditch, Worchestershire. Foreldrar hans hétu Jack og Joan. Hann átti tvö yngri systkini, Michael og Debbie. Hann var kjagari, hann barði á potta og pönnur hjá móður sinni, þetta merkti nú að hann vissi framtíðaráform sín ungur að aldri. Hann fékk eina trommu þegar hann var 10 ára gamall og þegar hann var 15 ára var hann kominn með heilt trommusett. Þegar hann var 17 ára, giftist hann Pat, sem hann hafði hitt í grunnskóla. Fjárráð þeirra voru þröng í byrjun og um tíma hætti John að reykja til að fá aukapening. John fékk fljótt á sig orð frá bar eigendum að vera hávær trommari. Sumar hljómsveitirnar sem John var í hétu Terry and The Spiders, A Way Of Life, Crawling King Snakes (Sú var einnig með Robert Plant), The Nicky James Movement, Steve Brett, The Mavericks og The Band Of Joy. The Band Of Joy entist frá 1966-68, að lokum túraði hún um England. Eftir að The Band Of Joy hætti snemma á árinu 1968, þáði John Bonham trommarastöðuna í hljómsveit fyrir Tim Rose. Í ágúst 1968, eftir að Robert Plant hafði mælt með John Bonham, komu Jimmy Page og Peter Grant til að hlusta á hann spila í Oxford og sendu ekki minna en 40 símskeyti til John áður en hann þáði stöðuna sem trommarinn. Eftir 12 ár í Led Zeppelin, dó John Bonham 25.september 1980 í Windsor, Englandi eftir að hafa drukkið of mikið nóttina áður. Hann dó áfengisdauða og kafnaði í eigin ælu.

John Paul Jones

John Paul Jones fæddist sem John Baldwin 3.janúar 1946 í Sidcup, Kent. Báðir foreldrar hans voru tónlistarmenn, faðir hans var píanóleikari og skipuleggjari fyrir stórar hljómsveitir og móðir hans var söngkona og dansari. Hann lærði að spila á píanó ungur að aldri. Hann fór fljótlega að taka orgel tíma og spilaði í kirkjunni sinni. Þegar hann var 14 ára, byrjaði hann að spila á bassa gítar. Faðir hans vildi að hann léki á saxófón af því að, eins og John sagði frá “He said…I'd never starve.” (Fyrir þá sem ekki skilja þýðir þetta, “Hann sagði…Að ég mundi aldrei svelta.”) Hann stofnaði hljómsveit í heimavistarskólanum sínum og hann og faðir hans komu fram sem dúett á hátíðunum. Hann hætti í skóla 17 ára og fór í áheyrnarprufu fyrir Jet Harris og Tony Meehan, sem voru að stofna hljómsveit. Hann var ráðinn sem bassaleikari þeirra og hljómsveitin fór á tónleikaferðalag með John Paul í ár eða svo, spilandi tónlist eins og hljómsveitir eins og Blood, Sweat and Tears og Chigaco mundu spila nokkrum árum síðar. John Paul byrjaði að fara á samkomur um 1964, og næstu fjögur árin, tók hann upp fyrir næstum alla frá Lulu til The Rolling Stones. Hann gaf út sitt eigið lag í apríl 1964, sem bar heitið Baja. Á meðan hann var að taka upp fyrir Donovan, heyrði hann um Jimmy Page, vinsælan setu gítarleikara, talandi um að stofna nýja hljómsveit. Eiginkona hans Mo sannfærði hann um að hringja í Jimmy Page um að fá að vera bassaleikarinn. Þar sem tveir fyrstu valkostir Jimmy um bassaleikara voru ekki viðlátnir, samþykkti hann að taka John inn í nýju hljómsveitina.

Eftir Led Zeppelin, tók John Paul við mest lágu stöðunni af eftirlifandi meðlimunum, einbeitti sér aðallega í að framleiða og skipuleggja fyrir hljómsveitir eins og The Misision árið 1987, R.E.M. árið 1992, Ben E. King 1986, Cinderella 1990, The Butthole Surfers 1992 og Peter Gabriel árið 1992. 7.desember 1983 gerði hann aukalag og flutning með Robert Plant fyrir Little Sister. John Paul samdi titillag myndarinnar Scream For Help, sem var gefin út 22.mars 1985. Hann slóst í för með Jimmy Page og Robert Plant á tónleikum 15.júlí 1985 og afutr 14.maí 1988 á 40.ára afmælishátíð Atlantic Records. Í september 1993, steig hann á svið með Lenny Kravitz á MTV verðlaunahátíðinni, með lagið Are You Gonna Go My Way. Í ágúst 1994, spilaði John á nokkrum tónleikum með Heart og gekk í hljómsveitina og þeir gáfu út live geisladisk. Seint á árinu 1994 fór John Paul í hljómsveitina Diamanda Galas á stuttum Evróputúr og á túr um Bandaríkin í nóvemeber 1994. Árið 1998 byrjaði John Paul að vinna að sínum eigin sólódisk, sem fékk heitið Zooma. John Paul fór á tónleikaferðalag um Bandaríkin, Evrópu og Japan út árið 1999 og í byrjun ársins 2000, með góðum viðbrögðum.

Robert Plant

Robert Anthony Plant fæddist 20.ágúst 1948 í Vestur Bromwich, Staffordshire og ólst upp í bænum Kidderminster. Þegar hann var 15 ára, hætti hann í skóla til að sinna tónlistinni. Robert fór í ýmsar hljómsveitir eins og The New Mempis Bluesbreakers, The Black Snake Moan, The Delta Blues Band og The Crawling King Snakes. Árið 1966 safnaði Robert saman í hljómsveit, hún kallaðist Listen, hún tók upp nokkur lög fyrir CBS. Næsta hljómsveit Roberts var The Band Of Joy, John Bonham var einnig í henni. Þeir voru vinsælir á svæðistónleikum en náðu ekki að semja við neitt plötufyrirtæki og hætti sú hljómsveit árið 1968. Robert fór að vinna með blús goðinu Alexis Korner í nokkra upptökutíma í ágúst 1968, og á meðal þess að vera í hljómsveitinni Hobbstweedle. Einn dag seint í ágúst 1968 komu Jimmy Page og Peter Grant til að sjá Robert koma fram í kennaraháskóla í Birmingham. Robert giftist Maureen Wilson 9.nóvember 1968, þau höfðu þá þekkst í tvö ár. Þau áttu 3 börn samtals, dóttur sem fæddist 21.nóvember 1968 og var skírð Carmen Jane og tvo syni, Karac, sem dó í júlí 1977 af magasýkingu og Logan Romero sem fæddist 21.janúar 1979.

Eftir að Led Zeppelin hætti, stofnaði Robert nýja hljómsveit árið 1981 sem bar heitið The Honeydrippers og var með nokkrum R&B tónlistarmönnum. Þeir höfðu nokkra lítið áberandi tónleika í Englandi í mars - júní 1981. Með Robbie Blunt, útbjó Robert Plant efni fyrir sína fyrstu sólóplötu Pictures At Eleven, sem var gefin út 28.júní 1982. Seinni plata Roberts var Principle Of Moments var gefin út 11.júlí 1983 og hann fór á tónleikaferðalag til að kynna hana á Austurlöndunum, Bandaríkjunum og Englandi seinni helminginn af árinu 1983 og snemma á árinu 1984. í mars 1984 fór Robert í upptökuver hjá Atlantic og tók upp Honeydrippers Vol One og Jimmy Page lék í tveimur af lögunum. 18.janúar 1985 endurbætti Robert The Honeydrippers til þess að leika á góðgerðartónleikum í Monmouth. Þriðja albúmið Shaken ‘n’ stirred var tekin upp og gefin út 20.maí 1985, þá komu orðrómar á kreik að Led Zeppelin væri að fara að byrja aftur saman og það flækti sólóferil Roberts. Seint á árinu 1987 tók Robert upp sitt fjórða sólóalbúm Now And Zen og gaf það út 29.febrúar 1988. Hann hafði nýjar hugmyndir um hljómsveitarmeðlimi í nýju hljómsveitina sína og þeir fóru á tónleikaferðalag um Bandaríkin og England árið 1988. Í desember 1989 spilaði Robert á góðgerðartónleikum. 10.janúar 1990 kom út 5 breiðskífa kappans og bar hún heitið Manic Nirvana og hann fór á túr um Evrópu og um Bandaríkin og á stuttan túr í Englandi í desember og janúar 1991. Árið 1992 var rólegt fyrir Robert, hann lék á nokkrum tónleikum og kom fram á tónleikum um minningu Freddie Mercury ásamt fleirum 20.apríl 1992. Fate Of Nations var gefinn út 27.maí 1993 og voru tónleikaferðalög í kjölfarið. Robert spilaði með Def Leppard 6.maí 1993. Robert kom fram á tónleikum í minningu Alexis Korner 17.apríl 1994 með Jimmy Page í ágúst 1994 var tekinn upp þáttur fyrir MTV um Led Zeppelin. Árið 1995 var gefinn út Tribute diskur til Led Zeppelin og söng Robert inná hann, var diskurinn nefndur Encormium, og söng Tori Amos einnig inn á lagið Down By The Seaside. Efnið var samið af Jimmy Page. Jimmy Page og Plant fóru á tónleikaferðalag árið 1998. En Robert tók sér frí árið 1999. Robert stofnaði svo nýja hljómsveit árið 2001 sem fékk heitið Strange Sensations.

Led Zeppelin tímalína:

9.janúar, 1944 Jimmy Page fæðist.

3.júní, 1946 John Paul Jones fæðist.

31.maí, 1948 John “Bonzo” Bonham fæðist.

20.ágúst, 1948 Robert Plant fæðist.

1.júlí, 1966 Ahmet Ertegun skráir bresku hljómsveitina Cream. Atlantic mun verða mikið afl í bresku rokki, gefandi út plötur eftir hljómlistarmenn eins og Bee Gees, Mott the Hoople, Yes, Genesis, Derek and the Dominos, Emerson, Lake and Palmer og Led Zeppelin.

7.júlí, 1968 The Yardbirds hætta, gítarleikarinn Jimmy Page stofnar New Yardbirds og breytir seinna nafninu í Led Zeppelin, eftir ráði sem Keith Monn í The Who gaf honum.

15.október, 1968 Led Zeppelin kemur fram á sínum fyrstu tónleikum, í háskólanum í Surrey, Englandi.

13.nóvember, 1968 Plötufyrirtækið Atlantic tilkynnir samning sinn við “heita og nýja Enska hljómsveit” að nafni Led Zeppelin.

15.febrúar, 1969 Fyrsta plata Led Zeppelin nær 10.sæti á plötuvinsældarlistunum.

6.desember, 1969 Led Zeppelin fer inn á Topp 40 með laginu “Whole Lotta Love”, sem nær 4.sæti.

27.desember, 1969 “Led Zeppelin II” fer á toppinn á bandaríska vinsældarlistanum og fór svo á toppinn á breska vinsældarlistanum í febrúar 1970.

31.október, 1970 “Led Zeppelin III” fer á toppinn.

30.janúar, 1971 Led Zeppelin nær 15.sæti með laginu “Immigrant Song”.

27.nóvember, 1971 Fjórða plata Led Zeppelin, sem inniheldur 4 rúnir(merkin) sem einnig er í titlinum, fer á Billboard listann, þar sem hún var í 5 ár. Furðulega, náði hún ekki 1.sæti, en stoppaði stutt við í 2 sæti.

12.febrúar, 1972 “Black Dog” fer í 15.sæti.

15.apríl, 1972 “Rock and Roll” lendir í 47.sæti.

12.maí, 1973 Fimmta plata þeirra félaga, “Houses of the Holy”, verður þeirra þriðja til þess að fara í 1.sæti.

29.desember, 1973 “D'yer Mak'er” fer í 20.sæti.

3.maí, 1974 Led Zeppelin stofnar plötufyrirtækið sitt, Swan Song, sem gefur út plöturnar þeirra og Bad Company og Pretty Things.

22.mars, 1975 Tvöföld plata Led Zeppelin, “Physical Graffiti”, nær 1.sæti í annari útgáfuviku sinni. Hún heldur sig þar í sex vikur.

29.mars, 1975 Led Zeppelin verður fyrsta hljómsveitin í sögunni til að hafa 6 plötur á vinsældarlista í einu: “Physical Graffiti”(#1), “Led Zeppelin IV”, “Houses Of The Holy”, “Led Zeppelin II”, “Led Zeppelin og ”Led Zeppelin III“.

17.maí, 1975 ”Trampled Under Foot“ lendir í 38.sæti.

5.ágúst, 1975 Robert Plant og kona hans meiðast í bílslysi á meðan þau eru í fríi á Grikklandi.

20.október, 1976 Myndin ”The Song Remains the Same“, er frumsýnd í New York.

7.september, 1979 Platan ”In Through the Out Door“ fer á breska vinsældarlistann og lendir í fyrsta sæti.

8.september, 1979 ”In Through the Out Door“, er gefin út, er á toppnum í sjö vikur.

16.febrúar, 1980 ”Fool In the Rain“ lendir í 21.sæti.

25.september, 1980 John Bonham, trommari Led Zeppelin, deyr þegar hann kafnar í eigin ælu eftir að hafa dáið áfengisdauða.

4.desember, 1980 Led Zeppelin tilkynnir það að hljómsveitin sé ekki til án John Bonham og hættir.

13.júlí, 1985 Led Zeppelin kemur saman aftur á Live-Aid tónleikunum í Philadelphia með Phil Collins á trommunum í stað Bonham.

14.maí, 1988 Led Zeppelin kemur saman aftur, með trommaranum Jason Bonham (syni John Bonham), til að flytja nokkur lög á 40.ára afmælishátíð Atlantic á tónleikum í Madison Square Garden í New York.

13.nóvember, 1990 ”Led Zeppelin“ fjögra diska safn er gefið út, nær 18.sæti, og mun selja yfir milljón eintaka, sem gerir það að þetta er best selda safndiskasafn í rokksögunni.

11.september, 1993 ”Led Zeppelin - The Complete Studio Records“, tíu diska safn, er gefið út.

12.október, 1994 Heimildarmyndin ”Unledded“ er sýnd á MTV.

26.nóvember, 1994 ”No Quarter“ fer í 4.sæti.

12.janúar, 1995 Led Zeppelin eru teknir inn í Rock and Roll Hall of Fame.

18.nóvember, 1997 ”Led Zeppelin: BBC Sessions", tvöfaldur diskur, er gefinn út.
Derp