Málið er að ég er að fara að kaupa mér magnara úti í sumar (nei þetta kemur fyrri korkinum mínum ekkert við) og ætla að fá mér lampamagnara, er að pæla í fender, vox eða peavy.

En eins og er þá er spurningin mín, hvernig er best fyrir mig að flytja þetta heim?
Ég er að fara til Þýskalands og er líklegt að ég kaupi magnara þar (nema að ég millilendi á leiðinni heim í Englandi þá er kannski hagstæðara að kaupa sér þar) og ég er að pæla hvort að ég ætti að hafa magnarann með í flugvélina en þar sem að ég má líklega ekki hafa hann sem handfarangur er þá alveg öruggt fyrir mig að skella bara miklu bóluplasti inn í hann og setja í góða tösku og líma vel og vandlega utan um hann þreföldu lagi af “brothætt” límbandi?

Og eitt annað, hvað leggst ofan á magnarann ef að ég hef hann í farangri?

Láta fylgja með að þetta verður líklega magnari á milli 30-50w svo að þetta eru engin risaskrímsli.