Ég hef tekið eftir því að þið viljið nýjan banner. Ég er búinn að senda fyrirspurn til vefstjóra og spyrja hann um leyfi en ég á eftir að fá svar til baka.

En ef þið hafið einhvern áhuga á að gera þetta þá þurfið þið að hafa nokkur atriði á hreinu.

1. Bannerinn þarf að vera í .gif formati (Til þess að gera .gif mynd þá er nauðsynlegt að nota photoshop til að ná bestu gæðum.)

2. Þið þurfið aðeins að gera mynd, ekki texta og liti. Hérna er dæmi http://www.hugi.is/headers/hljodfaeri.gif

3. Það þarf að vera svört 1px lína vinstra megin við myndina


Ef það verður einhver mikill áhugi á þessu þá er hægt að hafa einhverja keppni sem ég get sett upp. Þá myndi keppnin ganga út á það að fólk kysi bannera og ef það verður sent inn nóg af bannerum þá er hægt að hafa útsláttakeppni og síðan verða tveir bannerar í úrslitum og fólk kýs sigurvegarann. En þið vitið að ég get ekki byrjað að setja þessa keppni upp fyrr en vefstjóri er búinn að gefa leyfi.

Ef þið viljið senda bannera inn, sendið þá á e-mailið mitt vegahlaupari@hotmail.com. Ef það eru einhverjar spurningar sendið mér þá skilaboð eða svarið hérna fyrir neðan.

kv. Roadrunne