Ég er hérna með rafmagnsgítar sem er læstur og það slitnaði strengur hjá mér um daginn. Ég keypti mér nýjan streng og var búinn að setja hann í þá gat ég ekki stillt gítarinn. Hann varð bara eitthvað vængefinn. Þá er ég að meina að þegar ég var búinn að stilla alla strengina þá urðu þeir bara falskir strax aftur.
Einn þekktur gítarleikari sagði mér að opna gítarinn og bæta við gormum. Ætla bara að spyrja hér fyrst áður en ég fer að fikta eitthvað.