Daginn,

Ég ætla mjög sennilega að fjárfesta í(meðal annars) Jackson SL2H gítar í sumar, þar sem enginn er með umboð fyrir Jackson gítara á Íslandi þarf ég að panta að utan og hef verið að leita að ódýrasta verðinu samhliða miklu öryggi.

Ég rakst á Þessa síðu um daginn og líst vel á verðið, en síðan finnst mér ekki vera sérlega traustvekjandi.

Hefur einhver hérna reynslu af þessari síðu eða getur ráðlagt mér um einhverja góða síðu til að versla gítara og aukahluti?