Ég var að velta nokkrum hlutum fyrir mér og ákvað að spyrja hérna. Þess má geta að flestar spurningarnar eru í sambandi við gítarspilun.

1. (Gæti hljómað eins og algjör nýgræðingur) Hvað heitir svona járn rör sem menn setja á litlaputtann(oftast)? hvar er hægt að fá þannig og hvað kosta þau?

2. Er mikið búinn að spá í að kaupa mér munnhörpu, hef aðeins skoðað það en veit ekkert í hvaða key(tóntegund?) ég á að kaupa, er þá að tala um til þess að geta spilað Bubba lög aðallega.

3. Sá hérna einhversstaðar fyrir svolitlu síðan svona video þar sem að er kennt hvernig á að skipta um strengi í gítar sem er með Floyd Rose tremolo systemi, er búinn að leita frekar lengi að þessu bæði hér á Huga og á Google.


Vinsamlegast ekki svara þessum þræði með skítkasti eða öðru þessháttar.