Jæja nú fer að líða að því að ég kaupi mér minn fyrsta delay en ég veit ekki alveg hvaða…
Þarf reynar að bíða þangað til ég á pening en það er önnur saga

Ég er svona mest að pæla í Guyatone MD3, Line 6 Echo Park, Line 6 DL4 og svo Boss (þá DD 3,5 eða 6).

Eitt sem Echo Park hefur fram yfir alla hina er að það er hægt að stilla inn hvernig delayið kemur (dotted áttundapartsnótur og svona). en auðvitað er DL4 bestur af því leiti að það er hægt að save-a 3 settup. Guyatone fær góða dóma en er náttúrulega einfaldastur af þeim. og svo eru Boss bara boss. Með sína venjulegu kosti og galla.

Ég prófa Guyatone sennilega bara strax á morgun þar sem það er sá eini sem ég get prófað hér á Akureyri (fyrir utan T-Rex sem er ekki alveg það sem ég er að leyta að.)

en með hverju mæliði????
Kveðja… Grautur