Sælir.

Ég er hérna með 38 watta Fender Frontman gítarmagnara og á við eitt vandamál að stríða.

Þannig er nú mál með vexti að ég var að spila á hann um daginn, tjúnaði svolítið í honum en á ekki að saka. Og svo drap hann bara á sér og ég hef ekki getað kveikt á honum aftur.
Þannig að ég var að spá hvort að þetta gæti verið eitthvað öryggi í magnaranum sem að hefði farið af? Eða vitið þið um einhverja aðra ástæðu?

Með fyrirfram þökk