jæja ég var að pæla hvernig best er að fá straum í effecta. Það er að segja án þess að vera með batterí. Það er nottla svaka mál að vera með heilan straumbreyti fyrir hvern effect og dýrt líka en er ekki til einhver sniðug lausn á þessu?
Las í gömlum pósti að þetta tæki væri sniðugt: http://www.music123.com/Godlyke-PA9-Power-All-Power-Supply-i86567.music?match=1 en hann skrifaði einnig að maður þyrfti að kaupa eitthvað stykki á 50-100 kall hér á klakanum, hvaða stykki er það þá?
og virkar þetta annars pottþétt á íslandi og í flesta effecta???
Ég veit svo að það er eitthvað tæki niðrí tónabúð frá T-Rex held ég en það kostar drullu mikið.
Kveðja… Grautur