Ég var að hugsa um að kaupa mér Marshall magnara, ég hef verið að skoða þennan soldið mikið. Annars er ég ekki ákveðinn, mér hefur líka verið bent á Line 6 magnara og hef ég hallast einnig soldið að þeim. En það sem ég vildi spyrja fólkið að er að hver er munurinn á þessari AVT seríu og t.d. MG seríunni. Og ef þið hafið reynslu af AVT seríunni þá megið þið alveg tjá ykkur um hana hér.

Ég hlusta á Guns N' Roses, Led Zeppelin, Black Sabbath og mikið af þessu 70's-80's rokki. Svo fer ég líka út í rólegari kantinn. Það sem ég sækist mjög eftir er distortion hljóðið sem Slash notar og svo þetta gamla hljóð sem Zeppelin og Black Sabbath notuðu mikið(held það heitir crunch eða eitthvað) og svo auðvitað gott clean sound. Ef þið mælið með einhverjum mögnurum þá megið þið láta vita af því.

Ég er til í að eyða alveg upp í 50-60 þúsund í góðan magnara en er ekki að leita að meira en 50 wöttum. Einhvern sem endist og má innihalda nokkra effecta. Jæja, látið ljós ykkar skína…