Mig langaði að prófa að tune-a gítarinn minn niður um hálftón eða réttara sagt í Eb í staðinn fyrir E en vandamálið er einfaldlega þannig að ég er með Floyd Rose og eins og þeir sem hafa prufað svoleiðis ættu að vita að það er fljótandi kerfi þannig að þegar ég tune-a einn streng niður þá breytist stillingin á þeim öllum og allveg sama hvað ég tune-a hann þá færist Floyd-ið alltaf og ég næ ekki að tune-a gítarinn í Eb. Veit einhver hvað skal gera til þess að koma í veg fyrir þetta? Einnig vil ég bæta við að ég er búinn að prófa að bæta við eða taka gorm undir gítarnum og það virkaði ekkert heldur.

Ég vona að einhver viti svarið við þessu og geti hjálpað mér með þetta.

Takk, takk.
…djók