ég er mikið búin að vera að skoða lampamagnara og ætla að kaupa mér einn þegar ég er búin að ákveða hvern.

en ég hef tekið eftir að það er hægt að fá lampamagnara sem eru class a, class a/b eða class b (flestir eru samt a/b held ég). ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er eða hvað þetta gerir en Class A er allavega í flestum þessum gömlu mögnurum eins og Vox AC og svona.

ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvað þetta er, hvað þetta gerir og hver munurinn er á þessu öllu þá má hann endilega láta mig vita.