OK ég verslaði mér ofangreindan bassa í gegnum eBay fyrir um 20 dögum síðan og fékk ég kvikindið í hendurnar í dag.

Og það eina sem ég get sagt er HOLY SHIT! þetta er án efa besti bassi sem ég hef spilað á EVER og hef ég átt slatta af vel þekktum bassategundum eins og td Ibanez RoadstarII 5 strengja, Hamer USA 4strengja, Epiphone Thunderbird og einhvern 5 strengja Washburn sem ég var engan vegin að fíla.

Hann er þægilegur í alla staði, (ef maður er ekki með góða leðuról eða rúskinn að þá á hann við smávægilegt balansvesen þar sem hausinn er soldið þungur, en um að gera að eiga góða ól úr leðri problem solved) það er massa gott sound úr honum, ég þurfti að lækka í magnaranum þegar ég plöggaði í samband. Bassinn sem var plöggaður inn á undan var Hamer USA fjári góður en BC Richinn slátrar honum í sándi, þægindum og lúkki.
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX