Þannig er mál með vexti að ég er að fara til London eftir 2 mánuði og ég er strax kominn með vangaveltur um hvað ætti að gera þarna úti.
Er allavega með það planað að fara í búðarrölt á Denmark street, og er líka með það planað að kaupa mér nyjann og góðann kassagítar.

Ég er ekki að fara spurja HVAÐA gítar ég ætti að kaupa mér, mér vanntar bara uppástungur á gítara/framleiðendur til að líta á og prufa. Vanntar bara venjulegann 6 strengja kassa, þó ekki klassískann, sem kostar mest 100 þús (gjörsamlegur toppur á verðinu) en ég kem líta á næstum allt þarna, þannig að ef eitthver er með meðmæli á eitthverju sérstöku þá væru þau vel þegin.
“Don't mind people grinning in your face.