Nú á ég í smá vanda og þætti gaman að fá ykkar álit. Ég er búin að spila á fiðlu í að verða 7 ár. En það er orðið þannig að ég hef þurft að pína mig til að svo mikið sem snerta fiðluna útaf því hversu ég hata consertana sem ég er að spila. Málið er að mér finnst gaman að hlusta á þá af og til en ég er komin með svo mikið ógeð af þessum eilífu consertum.

Nú var þetta orðið þannig að ég hafði ákveðið að hætta í fiðlunámi, en viti menn ég engan veginn tími því! :|Bara alls ekki, að kasta öllu á glæ þegar ég er loksinns komin á skrið og stefndi á að taka stigspróf þótt ég held það eigi eftir að frestast fram á næsta haust. En nú er það sem ég ætlaði að fá álit á. Haldið þið að það myndi ganga upp að ég fengi að spila æfingar til að þróa fram tæknina (ég er frekar eftir á í fiðlutækni sem ég á að kunna miðað við hve lengi ég hef spilað) og taka einhver lög. Lög eins og Concerning Hobbit úr Lord of the Rings eða eitthvað countri eða bara eitthvað allt annað en þessa eilífu klassísku konserta. Hvað haldið þið? Ég virkilega vil ekki hætta en ég er bara komin með gubbu af því að spila stanslausa konserta sem eru allir með sama sniðinu…engin tilbreyting, ekki neitt! :|