Sælir, sælar. Ég er í smá vanda með effectborðið mitt, ég er ekki alveg viss hvort þið skiljið hvað ég meina en svona er þetta.

Þegar ég er plögga effect borðinu mínu í tölvuna, plögga effect borðinu þar sem maður stingur “míkrafón” í þá get ég spilað í gegnum tölvuna en gítarinn verður ógeðslega rafmagnaður, bara suð og læti með þessu. Þegar ég plögga annars effectborðinu í tölvuna hjá vini mínum þá virkar það eins og það á að virka, það heyrist ekkert suð eða læti.

Ég og vinur minn ætluðum nefnilega að spila saman en það er eins og það virki ekki í tölvunni minni að spila á gítarinn í clean, þótt ég hef það stillt á þá er það samt drullu rafmagnað.

Veit einhver hvað ég get gert sambandi við tölvuna eða effectborðið kannski?

Fyrirfram þakkir. :)