Sælt veri fólkið.

Ég og nokkrir félagar mínir erum farnir að spila aðeins saman og var mér hent á trommurnar þar sem ég virtist vera sá eini sem gat haldið takti. Ég hugsa að ég verði nú seint einhver John Bonham en ég vil nú ekki líta á mig sem arfaslakan heldur! :)

Málið er þetta. Við erum að nota eitthvað gamalt skólasett og í því er bassatromma, tveir tom-tom og einn gólf tom. Hi-hatturinn er einhver solar(solaris?) kanadískt drasl sem er hálf ónýtt og síðan er einn Sabian diskur sem er brotinn.(man ekki stærðirnar á þessu en látið mig vita ef það skiptir máli og ég get þá kíkt á það…)

Diskurinn er að mig minnir 16“ eða 18” en þar sem hann er skemmdur hef ég bara notað hann sem ride með ágætis hljóði. Um daginn tókst mér síðan, með ágætis hjálp frá míkrófónstatívi, að búa til crash hljóð úr honum líka!(Kannski á hann bara að vera ride…?)

Spurningin er því þessi(loksins!), hvernig hi-hat er best að kaupa og hvar þá, og líka hvernig crash diska, ef ég myndi bara nota þennan Sabian sem ride? Er ekki nóg að hafa 1 ride og 2 crash, einn sitthvorum megin?

Kíkti á verðlistann á netinu í Tónabúðinni en þetta er bara stappa af stærðartölum og verði þannig að ég skildi ekki neitt í neinu!