ég hef nú verið að spá mikið í bössum upp á síðkastið. En þar sem ég er búsettur út á landi get ég ekka farið út í búð og prufað þá. Þannig að ég var að spá hvort einhver þarna úti geti lýst fyrir mér muninum á Fender Jazz bass og P-bass, ég veit að þetta eru tveir ólíkir bassar en ég er að velta fyrir mér hvor hentar betur fyrir mig, ég er að spila mikið sona frumsamið overdrive/distoriton rokk ásamt einu og einu metal lagi, en samt mest í sona gamaldags rokki. Hvor bassin haldið þið að henti mér betur? Getið þið kannski lýst smá sándinu í þessum bössum?