Það er rætt um erlendar hljóðfæraverslanir á þessum síðum. Langar því að koma þessu að. Til auðveldunar miða ég við innflutning frá USA, en þetta á við í flestum tilvikum.

Til að gera verðsamanburð ætla ég að níðast á Tónabúðinni sem er eina hljóðfæraverslunin með nógu stór eistu til að þora að hafa trúanlegan verðlista á netinu.
Bankagengi á USD 71,10
Tollgengi á USD 72,80

Ég fer á síðu s.s. Music123.com. Finn þar það sem ég er að falast eftir. Í þessu dæmi er það:
Washburn WI64DL á USD 420
Vox AS30VT á USD 240
Samtals USD 660.

Mér er boðið flutning heim á USD 160 + USD 20 fyrir tryggingar sem ég þigg. Samtals verð er þá 420+240+160+20=840.

Ef þú tekur ekki trygging þá er það þitt tjón þótt varan skemmist í flutningi eða týnist. Flutningsaðilinn afsalar sér alla ábyrgð.

Set þetta á Visa eða Euro því annars ertu steiktur ef koma upp vandamál með afhendingu.

Það eru ekki tollar á hljóðfærum NÉ mögnurum. Tollskráin er nokkuð ruglingsleg, og hugsanlegt að sumir flokki þá á tollnúmerinu 8518.4002 í stað 4001. Á 4002 er 7,5% gjöld en 4001 er réttur flokkur og þar er 0% gjöld.

Tollurinn lítur á heildarverð frá USA (vara+fragt+tryggingar) og margfaldar með Tollgengi (sem er hærra en bankagengi, eða 72,80). Út frá þeirri tölu reikna þeir 24,5% virðisaukaskatt (vsk). Vsk. er ekki tollur heldur skattur. Vsk. er því 14.983 kr.

Music123 notar UPS. Fulltrúi UPS á Íslandi er TVG og þeir taka um 1500 kr. í umsýslukostnað og vöruafhendingu. Keyra m.a. vöruna heim fyrir þetta gjald.

Heildarverðir er (reiknað í krónur):
Verð á vöru í USA: 46.926
Flutningur og tryggingar: 12.798
Vsk: 14.983
Umsýslukostnaður: 1.500
SAMTALS: 76.210

Ef ég nota ShopUSA.is þá dreg ég frá frakt og tryggingu. Næ því að fá ókeypis frakt innan USA þannig að ég slæ einfaldlega vöruverðinu inn í ShopUSA.is reiknivélina og fæ út 74.687. Munurinn gæti verið fólgin í betri fraktsamningum hjá þeim.

Samkvæmt verðilsta kostar þessi pakki kr. 76.700 hjá Tónabúðinni (sjá verðlista á tonabudin.is)
Þetta dæmi er þá þannig að munurinn á það sem ég hefði í upphafi áætlað sem LANG dýrast (að versla á Íslandi) og ódýrasta kostinn (shopUSA.is) eru heilar 2.013 krónur. Þar sem íslenskir söluaðilar vera að bera 2. ára neytendaábyrgð þá er ekki spurning í mínum huga að verðmunurinn mætti vera allt að 15% til að ég verslaði frekar erlendis. Ég gef skít í erlenda ábyrgð: ef ekkert annað þá þarft þú að borga sendingarkostnað til og frá söluaðila sem yrði meira en vöruverð í þessu dæmi.

Ég myndi annaðhvort grenja út staðgreiðsluafslátt hjá Tónabúðinni eða athuga hvort þeir bjóði raðgreiðslur sem geta framlengt ábyrgðina í 3 ár.

Bendi þó á að:
Verðmunurinn verður sennilega óhagstæður fyrir íslenskar verslanir ef um dýrari vöru er að ræða. Þannig ef ég hefði valið dýrari hljóðfæri þá væri verðmunurinn meiri. Eins get ég sennilega fundið magnarann og gítarinn á betra verði á annari síðu. Eða dottið inn á rosa tilboð, en ef ég ætla að versla við búð sem ég treysti og ákveðna vöru þegar mig langar til þá fækkar möguleikunum. Ég held þó að menn eiga að nota erlendar verslanir til að veita íslenskum aðhald, og líta á 5% af verðlagningunni sem aðgangseyrir að skemmtun í öll hin skiptin sem við förum þar inn án þess að versla.

Ekki gleyma að fá staðfestingu að utan að vara s.s. magnarar geti notast við 220v í stað 110v líkt og tíðkast í USA,

BigG