Til sölu vegna íbúðarkaupa…
Fender Rosewood-telecaster keyptur í hljóðfærahúsinu í ágúst, mjög lítið notaður.

Þetta er gullfallegur gripur sem að hljómar alveg unaðslega, ef hann er tengdur í góðan magnara er clean-sándið alveg ótrúlegt, og svo urrar hann eins og ljón þegar overdrivið er sett á.

Þetta er endurútgáfa af gítarnum sem að George Harrison spilaði á þegar bítlarinir spiluðu í síðasta skipti saman, ofan á hótelþakinu.

Þetta er special edition og var gerður í takmarkuðu upplagi og mun því lítið gera nema hækka í verði með árunum. Ástæðan fyrir því að ég þarf að selja hann er sú að gítar sem að ég keypti af ebay kom viku eftir að ég keypti þennan og þar sem að alvaran er farin að banka á dyrnar og ég er að fara að kaupa mjer íbúð, hef ég ekki efni á því að eiga þá báða.

Þetta er suddalega flottur gítar.
http://julienentertainment.com/Auctions/Hollywood_Legends/harrison/Guitar.htm
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.