Myndi þiggja ráðgjöf varðandi val á kassagítar. Er að leita af kassagítar í ódýrari kantinum og er sem stendur hrifnastur af Art&Luithier (Tónastöðin) á 27.000 eða Tanglewood T28ST USA (Gítarinn)á 23.000. Er búinn að skoða ýmsa aðra hjá Rín, Tónabúðinni og Hljóðfærahúsinu.

Báðir fá frábæra dóma á netinu, og ekki hægt að gera upp á milli þeirra þar. Finnst Tanglewood spilanlegri, en etv. aðeins betra hljóð úr A&L.

Ég ætla BARA að kaupa gítarinn af þeim aðila sem ég versla við. Ég ætla ekki að stofna til vináttusambands eða gifta mig í fjölskyldu þeirra. Þegar ég hef borgað þá fer ég út og kem etv. aldrei aftur þarna inn. Tek þetta fram til að losna við ummæli um að versla ekki við einhverja tiltekna búð vegna þess að þeir séu svo leiðinlegir…

Hitt er að ég er að leita eftir þeim BESTA gítar sem ég get keypt á undir 30.000. EKKI BESTA GÍTAR Í HEIMI. Ég veit að ég fæ betri gítar með því að borga meira.

BigG