Fyrir nokkrum mánuðum langaði bróður mínum alveg svakalega í rafmagnsgítar. Gítarinn var Washburn Dimbag Darrell Signature og hann vildi ekki sjá annan gítar heldur en þennan. Manna harðneitaði enda kostar hann um 55.000 krónur síðast þegar ég gáði. Dag einn var ég sem oftar á mbl.is og sá þar auglýsingu fyrir shopusa.is. Ákvað að fara inn á þessa síðu og sjá hvað hún hefði að bjóða. Ég sá strax eins og nafnið bendir nú til kynna að þarna var hægt að versla við Bandaríkin. Hægt er að velja um fjöldann allamnn af verslunum og m.a. Music 123. Ég klikkaði á tengilinn og við blasti síða full af alls konar hljóðfærum. Washburn stóð þarna einhvers staðar og gítarinn efst á blaði var Dimebag Darell gítarinn á 199 dollara… Síðan tékkaði ég á því hvað það myndi kosta að fá einn svoleoðis sendan og með flutningsgjöldum og tollum var það 25.884 krónur sem er meira en helmingi lægra heldur heldur en það sem hann kostaði á á Íslandi. Núna samþykkti mamma að kapa hann. Bróðir minn pantaði líka 10W magnara,snúru og ól og kostaði þetta allt saman um 33 þúsund kall! Stórgóð kaup
Fyrir stuttu keypti ég líka Casio hljómborð sem kostar hér á landi a.m.k. 25.000 kall en hægt er að kaupa það og fá sent fyrir um 16.000 krónur.
Þannig ef þú ert að spá í því að kaupa þér hljóðfæri mæli ég með að þú kaupir á shopusa .
Takk fyrir mig.