Farfisa 6050 orgel með innbyggðum Leslie 251 hátalara. Þetta orgel er mjög sjaldgæft og er rosalega feitur hljómur í því þegar spilað er á það í gegnum Leslie. Þetta orgel er með tveimur mögnurum einn fyrir Leslie og annan fyrir Farfisa hátalarann. Eina sem er að orgelinu er það að einhver rofi sem stjórnar Leslie-inu er dauður og þess vegna stoppar mótorinn þegar hraðinn er aukin úr slow í fast. Orgelið er með 13 nótum í fótbassa og teikninginn af því fylgir með. Verð aðeins 40 þús vegna bilunarinnar.

Til sölu Emu Classic keys módula nánast ónotuð. Þessi módula er með 512 klassíkum hljóðum svo sem Hammond B3, Fender Rhodes 73, Wurlitzer 206A, Hohner Clavinet, Farfisa Compact, Vox Continental, Yamaha CP70, MiniMoog, Arp2600 ásamt fjölmörgum öðrum syntha hljóðum. Þessi módula er eins og ný og ég sel hana í kassanum með öllum bæklingum og leiðarvísum innpökkuðum. Þessi módula kostaði ný 70 þús kall og er ég tilbúinn að selja hana á 25 þúsund kall stgr.