Jæja … Þá er annar pickuppinn á gítarnum mínum hættur að virka (nánar tiltekið trebleinn á epiphone Les Paul Standard) og vegna þess ætla ég að fá mér nýja pickuppa. Ég spila nú metal og þungarokk (Megadeth, Metallica, Iron Maiden…) og þá er bara spurningin: Hvaða pickuppar henta mér? Ég veit ekki neitt um bestu og verstu merkin og hverjir eru góðir í hvaða tónlistarstefnu. Endilega ráðleggið mér hvað er gott og hentar og hvað ekki.

Verðhugmynd er á bilinu 10-20 þús. (fer algjörlega eftir því hvað ég fæ mikið útborgað núna um mánaðarmótin :P)