Ég hef verið að pæla í því hvernig gítar ég ætti að fá mér, og eftir langar umhugsanir hef ég minnkað sviðið niður í ESP og Dean.
Ég fór einmitt í gær í Rín og skoðaði þar Dean Custom 450, og leist helvíti vel á hann, neck-thru, rose floyd, emg pickuppar… og ég tók aðeins í hann (ekki tengdur í magnara, en hefði átt að gera það :|) og það var helvíti gott að spila á hann.

Svo fer ég í Tónastöðina og tók aðeins í einhverja ESP Ltd gítara, og reyndar voru sumir ekkert gott að spila á en flestir (held reyndar að það hafi bara verið einn sem mér líkaði ekki við) voru mjög fínir og góðir, mér var svo leyft að prófa með magnara, og bara helvíti gott sánd marr!

Ég er einmitt á krossgötum þarna og myndi vel þyggja ráð og athugasemdir hjá þeim sem hafa prófað Dean og/eða ESP og segja hvað þeim finnst, og auðvitað mega aðrir koma með athugasemdir og ráð líka :D
…djók