Já ég var að kaupa mér gítar frá útlöndum og keypti mér Behringer X V-amp með (fótpedal útgáfuna).. Ég fékk náttla 110v spenni með og átti sko alveg von á því, ætlaði bara að nota minn eiginn 9v spenni í staðinn…

en NEIIIIII, það er sko ekkert hægt, því að þessi helvítis spennir gefur út AC straum!!! hvaða tussahálvita verkfræðingi hjá behringer datt í hug að búa til effect sem gengur á AC straum?!?!? ÞAÐ EIGA ÖLL RADFTÆKI Á 9V AÐ VERA DC!!! Og auðvitað á enginn í þessu ljóta bæjarfélagi (Akureyri) 9volta AC spenni eða þá 220v/110v spennubreyti :(

Vitiði hvort það eru einhverjir sem selja 220v til 110v spennubreyti í Rvk ?? ég er að brjálast, ég vil prófa pedalinn :(

Mig vantar bara svona “Travel appliance” breyti (til þess að setja 110v usa raftæki í samband hérna á ísl. í 220v spennu)<br><br>——————————–
Félagsfræðingar eru fífl !!! :Þ
Low Profile