Góðan dag!!!

Ég var að spá í hvort einhver væri til í að segja mér svona “gróflega” hvernig maður pantar á www.music123.com. Ég hef aldrei pantað mér neitt í gegnum netið og hef aldrei treyst því. Það sem ég vil helst fá að vita er áræðanleiki netsins í þessum málum, kostnaður við heimsendingu, hvar ég nálgast hlutinn þegar að hann er kominn heim, greiðlumáti, toll og allt annan sem fólk veit um þetta og nennir að segja mér frá.

Til að gefa fólki svona nánari upplýsingar skulum við gefa okkur það að hlutur kostar um $172 og það er merki “This item ships free, on orders over $199” og þætti mér vænt um að ef einhver myndi útskýra þetta fyrir mér.

Með fyrirfram þökk, Sæþór

PS. Ef einhver vill frekar senda mér email en að svara hér þá er það saethor_fannberg@hotmail.com