Sælir,

Ég á bláan Ibanez gítar sem ég keypti í Hljóðfæraverslun Pálmars Árna árið 1991 á um 70.000 kr. Þetta var um svipað leyti og Ibanez voru með rósagítarinn hans Steve Vai í gangi en sem betur fer þá er minn gítar ekki hallærislegur eins og sá gítar, heldur bara með glansandi dökkbláa áferð og frekar plain. Miðað við aldur þá er hann í góðu standi enda elskaður og dáður í mörg ár. Það eru stundum örlitlir skruðningar þegar skipt er um pickup (það eru 5 pickupar) en annars er hann í góðum gír.

Ég hef áhuga á að skipta þessum gítar fyrir góðan kassagítar, 6 eða 12 strengja. Sendið mér tilboð á brynjolfure@ru.is eða í einkaskilaboðum hér á huga. Ég vill að þessi gítar endi í góðum höndum :)

Kveðja,
Binni