Hæ hó!
Nú er ég búinn að fá að utan gítar kitið sem verður svo bráðum “telecaster wannabe” ;). Ég bauð í hann á ebay.com 73$. Venjulegt verð hef ég séð á vefverslunum um 140$. Sjá mynd <a href="http://www.simnet.is/steingrimur/tele/tele4.jpg">http://www.simnet.is/steingrimur/tele/tele4.jpg</a> . Mér fannst þetta bara fínt tækifæri á því að fá hálfhráan gítar til að gera eins og maður vill sjálfur. Kostaði mig alls 102$ með sendingarkostnaði, plús 2100 kr í virðisauka. Svo fann ég fínar upplýsingar um hvernig á að pússla þessu saman á þessari slóð hérna <a href="http://www.manchesterguitartech.co.uk">http://www.manchesterguitartech.co.uk</a> . Þessi gaur hefur frætt mann um ýmislegt í sambandi við þetta kit. Hann selur þetta líka.
Ég stofnaði smá blogsíðu um þetta föndur mitt sem þið getið fylgst með hérna <a href="http://gitarsmidi.blogspot.com">http://gitarsmidi.blogspot.com</a>. Bara vildi láta þá vita sem hefðu áhuga á að fá sér svona kit. Hef séð þetta í Tele-, Strat-, Les Paul- og einhverri annari útgáfu. Einnig hægt að fá P-bassa.