Svo eru mál með vaxti að frændi minn ætlaði að versla sér gítar ekki fyrir löngu og hafði hann verið að leita mikið á netinu ig rakst á gott tilboð á gitarinn.is. Svo hann fróg mig þangað til þess að fá “sérfræðilega aðstoð” en ég fór ekki með glöðu geði miðað við fyrri reynslu af þessari verslun. En jæja við hentumst í strætó og út aftur þegar við vorum í nágreni við Gítarinn og það fyrsta sem blasti við okkur voru nokkur vel áberandi skylti með “Ekki snerta hljóðfærin”. Ég spyr bara hvernig á maður að kaupa gítar sem má ekki snerta? Svo kallinn tók sín frægu riff og ætlaði að heilla okkur uppúr skónum en allt kom fyrir ekki. Mér var litið á gítarneglrnar í leiðinni en þær mátti ekki heldur snerta þannig ég flýyti mér eins og ég gat þaðan út því ég veit að þarna fást aðeins lélegar eftirlíkingar og frændi minn var á sama máli eftir þessa heimsókn. Þannig að ég fór með hann í tónabúðina og fékk úrvals þjónustu og frábæran gítar á góðu verði.