Sælir Hugabúar!
Ég er með smá pælingar sem mig vantar svör við.
Málið er að bráðum verð ég með hráan gítar í höndunum. Sem ég þarf að koma saman. Búkurinn er núna tilbúinn til lökkunar. Á eftir að ákveða hvernig búkurinn skuli verða á litinn. Kannski mig langi að gera eitthvað sniðugt með liti og svona. Þetta er Telecaster búkur. Fyrsta pælingin er sú, hvernig lakk kaupir maður á gítara, og hvernig fær maður svona spegilglansandi áferð á lakkið?
Svo er pæling 2: Svo er ég mikið fyrir að skreyta hlutina. Hausinn er nafnlaus núna. Langar að merkja hann og í leiðinni langaði mig kannski að skreyta hann með einhverri mynd. Getur maður fengið einhvers staðar hérna á Íslandi svona filmur til að prenta og þrykkt á gítarbodyið? Hef séð svona á erlendum síðum þar sem þetta kallast “decal paper”. Virðist notað líka á bílamódel og ýmislegt. Ef einhver er í sömu pælingum, endilega póstið hérna einhver heilræði. Læt svo kannski fólk vita síðar hvernig fer :o)