Djassarar eru yfir höfuð betri á hljóðfærin sín (tækni) en rokkarar var spurt hér á huga. Mér fynnst þetta fáranleg könnun í fyrsta lagi er ekki hægt að segja neitt svona ég meina það eru til djassarar sem eru rosalega góðir tæknilega séð og líka alveg afleiddir eins og í öllu öðru og efa ég að þeir seu í eitthverju meira eða minna magni en rokkgítarleikarar. Annað sem ég vil líka benda á, um hvernig rokk er verið að tala um? Rokk er orðið svo rosalega breytt hugtak og nær yfir svo vítt svið, ok ef við ætlum að taka allar highschool rock sveitirnar, punk rock og grunge sveitirnar þá eru margir þar allaveganna ekki að syna hvað þeir kunna þótt þeir geti eflaust meira en þeir gera í böndunum. Svo er líka annað hvað er að vera góður? t.d er b.b. king virkilega góður gítarleikari og spilar frá hjartanu en t.d. er yngwie malmsteein líka rosalega góður bara á allt annan hátt og ekki væri hægt að bera þá saman þar sem um svo görólika spilara er að ræða. svo ég spyr bara hvernig í andsk. á maður að svara svona spurningu það eru til margir mjög góðir og teknískir djassgítarl. en líka rokkgítarl. soul og funk gítarl. og svona mætti lengi telja. Því fynnst mér þessi könnun asnalega og einni langaði mig að sjá hvernig aðrir hér á huga taka þessu, eru þið sammála mér eða ekki?
-Clony-