Sæl öll!
Ég er 18 ára gamall gaur úr Njarðvík (keflavík) og spila á gítar. Ég er búinn að spila í rúm 4 ár og hef verið að trúbadorast virkilega lengi. Ég er mjög mikið fyrir kántrí tónlist og hef verið að spila fyrir hestafélagið hérna og á pöbbum og fleirra og það er ekkert nema gott mál. Svo að ég komi mér nú að efninu þá langar mig að stofna kántrí band sem spilar einungis ektra amerískt kántrí, garth brooks, johnny cash og fleirra. núna vantar bassa, trommuleikara og banjó/mandólín, erum 2 sem ætlum að spila á gítar og svo erum við með fiðlusnilling frá þýskalandi. Ég held að þetta yrði alveg hreint svakalega gaman og ef þið hafið einhvern áhuga þá ekki hika við að senda línu..