Sælir hugarar og gítar expertar.
Þannig er mál með vexti að ég er með bæði Gibson Les Paul Studio og Epiphone SG gítara og þeir hafa báðir sama vandamálið. Stundum, þegar ég er að skipta á milli pickupa á kemur aðeins takmarkað hljóð úr honum og oft þá er eins og það hækki og lækki af sjálfsdáðum, en með því að skipta til baka og síðan aftur á pickupinn sem ég vill hafa á er hægt að fá pickupinn til að hljóma eins og engil.
Ég get skilið þetta í Epiphone'inum, en Gibsoninn er svo gott sem nýr (keyptur í ágúst). Þannig að ég spyr, hvur fjandinn er í gangi, og hvað er best að gera?<br><br>Ozzy