Jæja nú vantar mig smá hjálp frá ykkur hugurum. heyrt hef ég “mythið” (sem og fleiri) að það að tengja gítar í bassa haus eyðileggi hausinn, en þó er ég ekki alls sammála í þeim málum þar sem að sjálfur hef ég spilað á gibson les paul í gegnum fender bassman 100 gamlan haus í peavy bassa box nokkrum sinnum til að fá flotta low end tóninn í Gibson. en þó að ég sé þeirri reynslunni ríkari er ég á smá þræði þar sem að mig vantar staðhæfðar upplýsingar um það að þetta sé í lagi og fari vel með magnarann. nú hef ég til dæmis séð gítarleikara Tool spila lengi vel í gegnum bassamagnara þar sem að hann notaðist við gibson les paul í bassa haus til að ná low end soundinu í gítarnum. en já that's my story, ef einhver getur gefið mér góðar og staðfastar upplýsingar um þetta málefni væri það þegið með hinum mestu þökkum.

Rokk og Ról!