Ég hef lengi verið að pæla í að fá mér ódýran gítar (bassa reyndar) og magnara upp á djókið, en það vill svo skemmtilega til að ég er einn af þessum 15% mannkyns sem eru örvhentir :)
Ég var bara að pæla hvort það gengi að vera með bassa fyrir rétthenta og spila á hann með vinstri? þetta er ekkert mál með kassagítar (ég á kassagítar), þar sem maður situr bara með hann í fanginu og setur svo strengina í öfuga röð, en það er annað mál þegar maður er kominn með ól og svo snúru (hún á það til að vera fyrir manni).
kannski hægt að fá sér bassa með “Symmetrísku” boddý og láta setja festingu fyrir ólina hinu megin? :)

Er þetta ekkert mál, eða ætti ég að fara að leita að spes vinstri handar bassa? (ég veit að þeir eru til, en það er bara svona 1 af hverjum 100 sem er framleiddir í left-hand útgáfu).<br><br>——————————–
Félagsfræðingar eru fífl !!! :Þ
Low Profile