Er með notaðan GTX33 rafmagnsgítar til sölu. Gítarinn keypti ég ‘96 og ’98 lét ég setja í hann nýja Seymour Duncan pickup'a; tvo einfalda og einn tvöfaldan. Ég fór í Tónastöðina (þar sem ég keypti hann á sínum tíma) og þeir sögðu mér að svona gítar hefði nýlega farið á 27.000,- hjá þeim en erfitt væri að meta þennan gítar þar sem pickup'arnir einir og sér kostuðu rúmlega 20.000,- kr.

Ég tók af honum tvær myndir, annarsvegar af gítarnum sjálfum (<a href="http://bjorn.swift.is/gitar/gitar.jpg">http://bjorn.swift.is/gitar/gitar.jpg</a>) og svo af pickup'unum (<a href="http://bjorn.swift.is/gitar/pickupar.jpg">http://bjorn.swift.is/gitar/pickupar.jpg</a>). Eftir stutta leit á Google fann ég umfjöllun um gítarinn (<a href="http://www.harmony-central.com/Guitar/Data4/KAMAN/GTX-33-01.html">http://www.harmony-central.com/Guitar/Data4/KAMAN/GTX-33-01.html</a>), en hafa ber í huga að í hann eru komnir virkilega góðir pickup'ar sem gera þetta að mikið skemmtilegra hlóðfæri.

Gítarinn er ég tilbúinn að láta fyrir rúmar 30.000 krónur. 33.000 hljóma nærri lagi.

Ég hvet áhugasama til að lesa sér til um gítarinn á netinu, og sérstaklega pickup'ana, og hika svo ekki við að hafa samband.

Björn Swift
bjorn@swift.is
898-6898 (eftir 16:00)