Ég er með til sölu <b>Marshall JCM</b> lampamagnara. Ég veit ekki alveg hversu öflugur hann er í vöttum talið en ég er búinn að vera að nota hann í hljómsveit á böllum og tónleikum og hann fer létt með það. Þessi magnari gefur gott sánd eins og þessir eldri Marshall lampamagnarar eru þekktir fyrir (hann er nú reyndar ekkert eldgamall en ég veit samt ekki hvaða ágerð hann er). Ég hef verið að nota þennan magnara í hljómsveit sem spilar gegn greiðslum og þá verður sándið að sjálfsögðu að vera gott! Svo er hann ekki svo stór og frekar þægilegur í flutningum. Ég set 45.000 kr á gripinn. Ástæðan fyrir sölunni er sú að ég var að fá upp í hendurnar frá pabba vinar míns magnara sem gítarleikari The Strokes notaði þegar þeir spiluðu á Íslandi :)